Camp Boutique
Jörðin, Loftsstaðir Vestri, hafði verið í eyði í ára raðir þegar við tókum okkur til og gerðum upp gamla bæinn sem hafði eyðilagst í Suðurlandsskjálftanum árið 2000 en er nú þjónustuhús fyrir okkar gesti. Þá gerðum við einnig upp gamla hlöðu og fjárhús frá um 1920 sem voru rústir einar og fundum þar magnaðar vegg-hleðslur sem höfðu gleymst undir súru heyi í aldanna rás.
Húsakosturinn og jörðin nýtur verndar Galdra Ögmunds en bein úr honum er innrammað í stofunni í þjónustuhúsinu og hefur verið þar lengur en elstu menn muna.
Við erum með tvær gerðir af tjöldum, Deluxe tveggja manna og svo stór fjölskyldutjöld. Tjöldin eru hönnuð sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður, upphituð með rafmagnsofnum og innréttuð af mikilli kostgæfni. Það eru uppábúin rúm í tjöldunum og dýnurnar eru upphitaðar.
Einstök upplifun
Tjöldin eru hituð upp með rafmagnsofnum ásamt hitadýnum í öllum rúmum.
Klósett og góðar sturtur er að finna í þjónustuhúsinu og við leggjum til handklæði.
Í þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða fyrir gesti og á pallinum fyrir utan eru gas-grill sem gestir geta notað sér að kostnaðarlausu.
Það er frítt ljósleiðara internet í þjónustuhúsinu og það er hægt að fá net í tjöldin.
Hver er upplifun okkar gesta?
“Cozy and comfortable”
“We stayed at Camp Boutique in end of September and the tent was very cozy and hot when we arrived. It was quiet and the beds was very confortable and kept us warm all night. Beautifull settings and very helpful staff..”
Pia P – Denmark
“Special experience”
Yan – Hong Kong
“Amazing place”
Claudia – UK
“Great ambiance”
Jeffrey – USA
Camp Boutique
+354 848 5805
HEIMILISFANG
Loftsstaðir – Vestri
801 Flóahreppur
ÍSLAND
TÖLVUPÓSTFANG
Info@campboutique.is